Hamp vörur

Vörur frá Datsusara eru framleiddar úr hágæða hampi og bómull frá Kína, enda er talið að Kínverjar hafi verið fyrstir til þess að vefa lérefti úr hampi.Eitt af markmiðum Datsusara er að framleiða vörur sem endast og minnka þau umhverfisáhrif sem framleiðslan þeirra veldur. Það er ein af ástæðum þess að hampur var valinn. Hann er einstaklega sterkur, endingagóður og einnig er hann með náttúrulega bakteríuvörn (antimicrobial).