Hamp vörur
Vörur frá Datsusara eru framleiddar úr hágæða hampi og bómull frá Kína, enda er talið að Kínverjar hafi verið fyrstir til þess að vefa lérefti úr hampi.Eitt af markmiðum Datsusara er að framleiða vörur sem endast og minnka þau umhverfisáhrif sem framleiðslan þeirra veldur. Það er ein af ástæðum þess að hampur var valinn. Hann er einstaklega sterkur, endingagóður og einnig er hann með náttúrulega bakteríuvörn (antimicrobial).
Kork nuddvörur
Nuddvörurnar frá Sure project eru frábær lausn fyrir þá sem vilja minnka plastsóun og færa sig frá plasti yfir í umhverfisvænni lausn. Korkurinn gefur heldur ekki eftir og veitir því frábæran þrýsting á réttum stöðum.
Afhverju húðvörur með CBD?
Rannsókn frá 2007 bendir til að CBD hindri offrammleiðslu húðarinnar á keratinocytum/húðfrumum sem er t.d. algengt að sjá hjá þeim sem þjást af Psoriasis. Nokkrar rannsóknir hafa bent til þess að það CBD sem borið er á húðina fari inn í blóðrásina og minnki t.d. bólgur og verki í liðum vegna gigtar.
En auðvitað þurfum við að stíga varlega til jarðar en margt bendir til þess að CBD húðvörur geti hjálpað til við margvíslegan vanda, t.a.m. við exem, rósroða og psoriasis.
Minnum á að alltaf skal prufa nýjar húðvörur á lítinn part líkamans ef ske kynni að þú sért með ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnunum.
HoneySticks vaxlitir út býflugnavaxi
Þessir umhverfisvænu vaxlitir eru framleiddir í litlum bæ á Nýja Sjálandi. Þeir eru handunnir úr býflugnavaxi frá nálægum býflugnabúum. Allar umbúðir eru einnig endurnýttar, þ.m.t. litabækurnar sem eru framleiddar úr 100% endurunnum pappa.
Baðlitirnir eru þeir einu á markaðinum þar sem ekki er notast við nein skaðleg efni heldur er notast við býflugnavax og soja til að ná fram réttum áhrifum í snertingu við vatn.